Skilmálar

Skilmálar

Upplýsingar
Vefverslunin Green Hill er rekin af OMAX ehf., kt. 471013-1100, VSK nr. 115066. Hægt er að hafa samband á netfangið info@greenhill.is eða í síma 787-8669.

 

Greiðsla
Við bjóðum upp á tvo greiðslumöguleika: greiðsla með kreditkorti eða millifærslu.

Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar,  Green Hill fær því aldrei kortaupplýsingar kaupenda.

 

Sendingarmáti

Pantanir eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Sending á næsta pósthús: 895 kr..

Frí sending ef verslað er fyrir 8.000 kr eða meira. 

Afhendingartími er alla jafna 1-3 virkir dagar.

 

Verð
24% virðisaukaskattur er innifalinn í öllu vöruverði. 

 

Vöruskil

Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Tilkynna skal vöruskil á info@greenhill.is. Boðið er upp á endurgreiðslu eða vöruskipti. Endurgreiðsla er gerð í sama formi og greitt var fyrir vöruna. Aðeins er endurgreitt á þann aðila sem greiddi fyrir vöruna upphaflega, sá sem fær vöru að gjöf getur því aðeins krafist vöruskipta en ekki endurgreiðslu. Athugið að kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist Green Hill. Heimsendingargjald fæst ekki endurgreitt. Útsöluvöru fæst ekki skilað né skipt, en hægt er að skipta í annan lit/stærð ef við á.

 

Persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Green Hill mun ekki í neinum tilvikum veita þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna.

 

Fyrirvari

Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndbrengl. Green Hill áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt.

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur OMAX ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.