Um okkur

Um Green Hill

Markmið Green Hill hefur verið skýrt frá upphafi: að framleiða bestu fáanlegu íþróttavörur sem kostur er á.

Green Hill er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1964. Hjarta starfseminnar er fyrst og fremst djúpstæð virðing fyrir uppruna bardagaíþrótta. Hefðir, gæði og fágun eru gildin sem leiða fyrirtækið áfram í þeirri vinnu að skila íþróttavörum í hæsta gæðaflokki til íþróttafólks um allan heim.

 

Sérstaða Green Hill

Green Hill hefur ávallt kappkostað að framleiða bestu íþróttavörur sem völ er á og er leiðandi á sínu sviði. Green Hill hefur um nokkurt skeið verið helsti birgir (Master Supplier) fyrir Alþjóðlega Júdósambandið (IJF) og aðal birgir (Diamond Supplier) fyrir Evrópska Júdósambandið (EJU).

Green Hill hefur verið opinber birgir fyrir Ólympíuleikana í Ríó, London, Beijing og Aþenu.

Green Hill er opinber samstarfsaðili (Official Supplier) AIBA og IMMAF um bardagavörur auk þess sem það er viðurkenndur birgir Alþjóðlega Karatesambandsins (WKF).

Hvort sem þig vantar galla (gi) fyrir júdó, jiu jitsu eða karate, eða græjur fyrir hnefaleikana, þá er Green Hill öruggt merki.

 

Green Hill vinnur með eftirfarandi íþróttasamböndum : 

IJF

AIBA

Alþjóðlega Júdósambandið (IJF)

Aðalbirgir júdógalla

(Judogi Master Supplier)

Evrópska Júdósambandið (EJU)

Aðalbirgir júdógalla

(Judogi Diamond Supplier)

Alþjóðlega Áhugamanna-hnefaleikasambandið (AIBA)

Opinber samstarfsaðili um bardagavörur

IMMAF WKF

Alþjóðasamband um Blandaðar Bardagalistir (IMMAF)

Opinber samstarfsaðili um bardagavörur

Alþjóðlega Karatesambandið (WKF)

Viðurkenndur samstarfsaðili